Af texta fólks á pappír og vef sést, að frá hruni hefur nánast öll þjóðin áttað sig á stéttaskiptingu landsmanna. Hugmyndir síðustu aldar um stéttlaust samfélag hafa hrunið. Fólk er farið að sjá, að allur hagvöxtur fer í að bæta hag hins eina prósents sem gnæfir á toppi píramídans. Þeir, sem skipa neðstu 10% eigna- og tekjuskalans, bera skertan hlut frá borði. Þetta er hinn napri sannleikur á einu mesta hagvaxtarskeiði sögunnar. Með auknu ríkidæmi hefur þjóðin ekki lengur efni á ókeypis heilsu og menntun. Aðgerðir ríkisstjórna hafa einkum stefnt að meiri stuðningi við 1)skattsvik, 2)hækkun í hafi og 3)verðlaunuð skil á þýfi.