Fjölmiðlarnir hafa glatað hliðvörzlunni. Þeir stjórna ekki lengur flutningi frétta. Þegi þeir, þá tala bloggið, fésbókin og tístið. Hefur bæði kosti og galla. Kostirnir felast í meiri upplýsingum almennings. Gallarnir felast í meiri ónákvæmni. Ritskoðunarnefnd Katrínar Jakobsdóttur og Öryggisstofnunar Evrópu vill setja fjölmiðlum strangari skorður í aðdraganda kosninga. Sú þöggun gerir þátt fjölmiðla enn dapurri og upplýsingar enn ónákvæmari. Komi ekki skoðanakannanir í fjölmiðlum, birtast bara í fámiðlunum enn ótraustari kannanir. Að venju eru þöggun og ritskoðun of langt á eftir sinni samtíð.