Til að draga úr stéttaskiptingu í heilbrigðisþjónustu verður ríkið að hafna aðild að greiðslum fyrir aðgerðir á einkaspítölum. Þeir, sem ætla að bruna fram fyrir aðra á biðlistum, geri það á eigin kostnað. Þátttaka ríkisins í þessum kostnaði leiðir til þess, að minna fé verður eftir til að borga aðgerðir á ríkisspítala. Biðlistar lengjast á sveltum spítala almennings, meðan auðfólkið fær þjónustuna sumpart á kostnað almennings. Að því er stefnt í ráðagerðum ríkisvaldsins um að niðurgreiða kostnað við aðgerðir á Klínikinni. Ríkið á að nota skattana til að efla almannaþjónustu, en ekki til að búa til arð fyrir Albaníu-Höllu.