Þekkt hagfræðifólk og alþjóðasamtök eru farin að efast um Hayek og Friedman og farin að hlusta á Chomsky og Pikkety. Stjórnvöld eru síðbúnari. Nýfrjálshyggja er við völd í flestum löndum Vestur-Evrópu. Í Þýzkalandi hafa kristilegir hins vegar haft að leiðarljósi sátt milli ríkra og fátækra. Þess vegna fer Angela Merkel bil beggja með feiknargóðum efnahagsárangri. Nýfrjálshyggjan hófst til valda með Thatcher í Bretlandi 1979 og Reagan í Bandaríkjunum 1981. Hér hófst hún með Davíð 1991. Síðan hefur bilið milli ríkra og fátækra margfaldast. Lágtekjufólk býr við laun, sem eru lægri en framfærslukostaður. Þetta endar auðvitað með byltingu.