Alþingi hefur ekki burði til að koma þjóðareign á kvóta. Of margir þingmenn eru of háðir kvótagreifum, sem borga kosningabaráttu þeirra. Þjóðin vill þjóðareign, en getur ekki knúið hana fram. Tæplega 70% vilja þjóðareign, en tæplega 20% vilja núverandi kerfi kvótasölu og veðsetningar á kvóta. Á Alþingi gætir Sjálfstæðisflokkurinn hagsmuna kvótagreifa og Framsókn fylgir greifunum að mestu. Innan Samfylkingar og vinstri grænna eru þingmenn, sem taka hagsmuni kvótagreifa fram yfir hagsmuni okkar. Alþingi endurspeglar því ekki þjóðarvilja. Stjórnlagaráð þarf að taka af skarið í nýrri stjórnarskrá.