Hér var fólksflótti árið 2009, eðlileg afleiðing hrunsins. Árin 2010 og 2011 hefur hins vegar verið jafnvægi í aðflutningi og brottflutningi. Eðlilegt var, að menn leituðu annað, þegar Ísland hrundi. Nú eru liðin nokkur ár og atvinnulífið er komið í eðlilegt horf. Atvinnuleysi fer minnkandi, komið niður í 6,6%. Þar af þriðjungur fólginn í svartri vinnu. Og annar þriðjungur fólginn í krónísku atvinnuleysi þeirra, sem ekki vilja vinna. Raunverulegt atvinnuleysi er rúmlega 2%. Enda fæst ekki fólk í ýmsa vinnu, ekki einu sinni í byggingavinnu. Atvinnulífið er rekið á fullum dampi í 3% hagvexti.