Á Hraunið með skilanefndirnar

Punktar

Skilanefndir gömlu bankanna fremja leynimakk, sem varðar langvinnu fangelsi. Þær skoða eignir og skuldir, færslur og samninga. Sem fela í sér viðskipti, er ekki mega sjá dagsins ljós. Samt hafa þær ekki í neinu tilviki vísað slíku til skattrannsóknastjóra eða sérstaks saksóknara í bankahrunsmálum. Þýðir hreinlega, að þær hilma yfir glæpum. Slík hegðun varðar við lög. Því miður hafa stjórnvöld ekki ráðið rannsóknafólk til að grafa upp svindlið að baki þagnarmúra skilanefndanna. Enn ein mistök valdhafanna. Ef vel ætti að vera, ættu skilanefndirnar að enda ævina bak við lás og slá á Litla-Hrauni.