A. Indland – Delhi

Borgarrölt, Indland
Delhi 5

Umferð í Delhi

Delhi

Delhi 2

Verzlunarhættir í Delhi

Delhi er höfuðborg Indlands og önnur stærsta borg heims með sextán milljón íbúa. Þar eru enn uppistandandi mannvirki frá því um 300 f.Kr. og musteri frá ýmsum síðari tímabilum. Þar eru moskur og hof, Rauða virkið og ótalmargir aðrir skoðunarverðir staðir.

Old Delhi

Gamla miðborg yfirstéttarinnar frá tímum mógúlanna, áður varin af miklum borgarmúr. Aðeins voldug borgarhliðin standa eftir. Borgarhlutinn er orðinn næsta hrörlegur í nútímanum, en þeim mun líflegri. Með sögufrægum minjum fyrir túrista og hávaðasömum verzlunarhverfum fyrir heimamenn.

Hér er Rauða virkið – höll mógúlsins og Jama Masjid moskan.

Næstu skref
Delhi 6

Markaður í Delhi