Á jaðri frjálshyggjunnar

Punktar

Fyrir mörgum áratugum var ég á jaðri frjálshyggjunnar. Hreifst af innra samræmi í kenningunni, svipað og Hannes Hólmsteinn. Kaus jafnvel Flokkinn, það er langt síðan. Sá þá ekki fyrir mér framreikninginn á kenningunni. Um það leyti sem Davíð Oddsson varð borgarstjóri, áttaði ég mig á villu míns vegar. Ef frjálshyggjan er framreiknuð til sigurs hins samkeppnishæfasta, fáum við einokun. Hún er eðlileg niðurstaða frjálshyggjunnar. Hér á landi á þetta enn frekar við en í Bandaríkjunum. Hér var og er allur gróði á vegum forréttindahópa. Og einkavæðingin var einkavinavædd. Útkomuna sjá allir.