Á kafi í snjó

Punktar

Skíðafarar nota netið eins og aðrir. Sumir hafa í örvæntingu fylgst með í allan vetur, hvernig hver vikan leið, án þess að snjóaði í Ölpunum. Á mínum stað hafði ekkert snjóað síðan 9. desember, þangað til á miðvikudag, að snjó fór að kyngja niður. Það hélt áfram á föstudag, svo að allt var á kafi í snjó, þegar ég mætti í gær í Madonna upp af Garda-vatni á Ítalíu. Hálfur metri var af snjó í bænum og heill metri á toppnum. Spáð er sólskini og frosti alla daga, svo að lítill tími verður til að kverúlera á netinu. Hér renna menn sér frá öllum hótelum í lyftur og úr brekkum heim á öll hótel.