Ráðherrar og læknar voru á ofskynjunarlyfjum, þegar þeir undirrituðu plagg um útópíu í rústum Landspítalans. Gott hefði verið plagg um, hvaða fé færi í að fá sérfræðinga og heimilislækna til að koma til landsins frá útlöndum. Hvaða fé færi í að fá lækna til að hætta við uppsagnir. Hvaða fé færi í að stytta bið eftir aðgerðum. Hvaða fé færi í að losna við myglusveppi á spítalanum. Ekki var skrifað undir neitt slíkt. Bara um fum, fúsk og loftkastala. Um nýjan spítala, beztu heilsu í heimi, frábær fjárlög og fleiri ofskynjanir forsætis. Ráðherrar efna aldrei loforð um fé, hvað þá loforð út í loftið um átök og metnað, tæki og nýjungar. Nýbúnir að reyna að kála spítalanum og ættu að liggja á geðdeildinni.