Lesið 22 reglur í blaðamennsku eftir Dan Gillmor í Guardian í morgun. Ég sagði ykkur frá þeim fyrr í dag. Snúast um, hvernig hefðbundnir fjölmiðlar geta mætt erfiðleikum sínum. Meðal annars með því að taka upp samstarf við lesendur sína. Berið Moggann saman við sérhverja af hinum 22 reglum. Þið munuð finna, að hann fer ekki eftir neinni þeirra. Það er borin von árið 2009 að hægt sé að selja dagblað, sem er málgagn eins Davíðs. Málgagn einnar klíku í einum stjórnmálaflokki eða málgagn róttækrar frjálshyggju. Tilraun Moggans með Davíð sem ritstjóra er dæmd til að lenda á öskuhaugi sögunnar.