Forstjóri Kauphallarinnar heimtar einkavæðingu sem allra fyrst. Þórður Friðjónsson þekkir einkavinavæðinguna. Var settur yfir Kauphöllina til að útvega honum vinnu. Á valdatíma hans hefur Kauphöllin þróast úr litlu yfir í að vera skrípó. Smám saman hafa fyrirtækin helzt úr lestinni. Lengi voru þau svo fá, að orðið kauphöll var ofmæli. Nú síðast eru þau bara örfá. Samt er haldið uppi alls konar línuritum, gefnar út daglegar vísitölur um kaup og sölu. Ef ég keypti eitt hlutabréf, mundi mælast kúla á línuritum Kaupþings. Friðjón er ekki rétti maðurinn til að predika einka- eða einkavinavæðingu.