Á skjön við umhverfið

Punktar

Skil ekki, hvernig Árni Páll Árnason ráðherra getur notað ráðgjafa, sem heimtar hundruð milljóna úr þrotabúi banka. Yfirmenn bankanna settu þá á hausinn og eiga enga bónusa skilið fyrir það. Yngvi Örn Kristinsson kann sér ekki hóf í græðgi. Nýbúinn að segja í sjónvarpi, að ekki sé svigrúm til að laga stöðu heimilanna. Siðfræðingurinn Stefán Einar Stefánsson gefur ekki mikið fyrir fullyrðingar bankabónuskarla um, að þeir muni afhenda herfangið góðgerðastofnunum. Þótt Árni Páll sé frjálshyggjumaður, er hann ráðherra í vinstri sinnaðri félagshyggjustjórn. Verður að haga sér í samræmi við það.