Á svig við lögin

Punktar

Bitur reynsla sýnir, að sjálfseftirlit virkar ekki á einkarekstur. Stjórar reyna eftir megni að “fara á svig við lög”. Sáum það vel í aðdraganda hrunsins, einkum í bönkum og fjármálastofnunum, svo sem lífeyrissjóðum. Erlendis sást þetta á sama tíma í öllum fjármálageiranum. Nauðsynlegt er að átta sig á, að ríkisstjórnarflokkarnir gæta fyrst og fremst hagsmuna þeirra, sem þrá að geta farið á svig við lög. Þegar forsætis talar um, að einfalda eigi regluverkið, meinar hann, að minnka eigi eftirlitið. Bak við Sigmund Davíð og Bjarna Benediktsson eru bófaflokkar siðblindingja, sem bíða færis.