Á undan sinni samtíð

Punktar

Ég hef löngum mælt með, að hæfni hesta verði meira metin eftir mældum tölum. Að svo miklu leyti sem það er gerlegt. Landbúnaðarháskólinn er farinn að feta þessa braut með því að hljóðmæla takt gangtegunda. Þannig er hægt að skilja hreinan takt frá óhreinum, blönduðum takti. Þá er væntanlega skammt undan, að farið verði að mæla hristing í gangtegundum. Hestur er mjúkur, ef hnakkhornið sveiflast lítið upp og niður á brokki og til hliðanna á skeiði. Þannig er hægt að skilja hast hreindýrahopp frá þægilegum, mjúkum, hreinum gangi. Þessum hugmyndum  var fálega tekið á sínum tíma. En nú eru vísindin og háskólinn um síðir að koma á minn vagn.