Samkvæmt vísindavenju og skilgreiningu Sameinuðu þjóðanna er rasismi fólginn í að óttast og hata framandi húðlit eða þjóðerni, tungumál eða menningu, trú eða siði. Rasismi er óttinn við hið ókunnuga og hatur á því. Því segja margir, að frambjóðandi Framsóknar í Reykjavík sé rasisti. Hún vill draga til baka úthlutun lóðar undir mosku, því að hún sé eins áberandi og kirkjulóðir. Raunar sagði hún verra, en dró í land með það. Öll framganga Sveinbjargar ber einkenni rasisma, sem ekki verður þveginn af henni, meðan hún biðst ekki afsökunar. Jafnframt hefur Framsókn komið sér þægilega fyrir á veiðilendum rasismans.