Það er svo sem ekki skrítið, að fólk kjósi bófa og bjána í stjórnmálum. Sækjast sér um líkir, segir spakmælið. Ríkisstjórn og alþingi endurspegla mikla vangetu kjósenda. Verra er, að sumir í pólitík eru líka illa innrættir, sjáið til dæmis Vigdísi Hauksdóttur og marga ráðherrana. Hafa hátt um ást á lítilmagnanum, en leggja alla orku í að hlaða undir stórbokka. Einn ráðherrann vill hróka stórum stofnunum út og suður um landið. Önnur laug þindarlaust í heilt ár áður en hún hraktist úr embætti. Staðreyndin er bara, að margir kjósendur hafa nánast enga mannþekkingu. Velja sér til forustu fólk, sem á heima á viðeigandi stofnun.