Absúrd gótík

Fjölmiðlun

Ef þið lásuð erlendar fréttir í fyrra, munið þið kannski eftir titlunum: The Portugal Child, The Perugia Murder, The Deadly Teddy Bear, The Secret Donor, The Panamanian Canoeist. Allt dagsannar fréttir. Þó gætu þetta verið titlar eftir John le Carré eða Graham Greene. Mark Lawson skrifaði nýlega um þessa titla í Guardian. Hann var að sýna fram á, að veruleikinn sé oft undarlegri en skáldsögurnar. Þótt sumar fréttir séu kallaðar absúrd gótík, það er fjarri veruleikanum. Það minnir mig á, þegar DV skrifaði um Fazmo fyrir þremur árum, þá vildu fáir trúa. Kannski trúa sumir þeirra núna.