Félagslegur rétttrúnaður segir, að fjölmiðlar ýki fréttir af ofbeldi hér á landi og erlendis. Í Mogganum las ég, að menntavitar hafi búið í svonefndum ofbeldishverfum víða um heim, en ekki tekið eftir neinu. Útkoman er, að fjölmiðlar ýki ofbeldið, haldnir af absúrd gótík, svo notað séu orð Egils Helgasonar. Ástandið er öfugt við félagslegan rétttrúnað, fjölmiðlar taka bara ekki eftir því. Ekki heldur hinir félagslega rétttrúuðu, sem hafa búið í hinum og þessum hverfum og farið að sofa fyrir tíu. Fazmo-gengið á Íslandi er gott dæmi um, að ofbeldismenn leika hér árum saman lausum hala.