Ábyrgð á stjórnarskrárleysi

Punktar

Í lok síðasta kjörtímabils skrapp allur vindur úr stuðningi Samfylkingarinnar og Vinstri grænna við nýju stjórnarskrána. Í ljós kom, að meirihlutann skorti innan raða stjórnarflokkanna. Þeir reyndu málamiðlun með stjórnarandstöðunni, sem auðvitað tókst ekki. Málið féll á tíma og stjórnin mátti sæta vantrausts-tillögu Hreyfingarinnar. Aldrei var upplýst, hvaða þingmenn vildu svíkja lit. Það hefði þurft að komast upp á yfirborðið. Svik Samfylkingarinnar og Vinstri grænna fólust í að knýja ekki fram atkvæðagreiðslu, sem hefði staðsett ábyrgð tilgreindra þingmanna. Ábyrgðin situr því enn á herðum valdaflokka þess tíma.