Margir eru ósáttir við, að almenningi sé kennt um hrunið. Uppsöfnuð kaup á flatskjám á geðveikistímanum segi lítið upp í hrun. En það eru ekki skjáir, sem sýna aðild almennings að hruninu. Hún birtist í, að mikill hluti fólks kaus Davíð og stuðningsflokka stjórna hans og arftaka hans. Það er samt ekki meginábyrgð á hruninu, bara þriðja flokks ábyrgð. Fyrsta flokks ábyrgð bera Davíð og hans menn, sem smíðuðu hrunkerfi. Annars flokks er ábyrgð bankabófa og útrásarvíkinga, bókhaldstækna og lagatækna og eftirlitsaðila. Í þriðja flokki kemur svo sá almenningur, sem dansaði eftir flautu rottufangaranna.