Þeir, sem keyptu flatskjái, ollu ekki hruninu. Þeir eru bara teknir sem dæmi um þá, sem skuldsettu sig um of fyrir hrun. Þegar ég segi þá bera ábyrgð, er ég að tala um ábyrgð á sjálfum sér, ekki á þjóðarhag. Ég kaupi ekki flatskjá meðan túban endist. Hef mín fjármál undir kontról fyrir og eftir hrun. Þeir, sem verst fóru út úr hruninu, eru fyrirvinnur á fertugs- og sextugsaldri. Vilja láta skattgreiðendur borga fyrir sig. Verða reiðir, þegar talað er um 400 fermetra íbúðir þeirra. Og segja, að með flatskjá-dæmi sé verið að kenna þeim um hrunið. Rangt, þeim er þar bara kennt um eigin vondu fjárhagsstöðu.