Ábyrgðinni vísað heim

Punktar

Vandræðum veldur, þegar fjölmennir hópar einkennast af fávísi. Ekki veldur síður vandræðum, þegar heilu þjóðirnar eru fullvalda. Þegar hvort tveggja fer saman, er voðinn vís. Ég segi þetta ekki af hroka, heldur af frelsi frá meðvirkni. Íslendingar eru í senn fávísir og fullvalda. Lýðræði okkar er ekki frekar en annarra nein patentlausn vandræða. Eini kostur þess er að vísa ábyrgðinni til fólksins. Þeir, sem kjósa og endurkjósa bjána og bófa, geta svo ekki kvartað yfir framgöngu Ólafs Ragnars, Davíðs og Sigmundar. Íslenzkir kjósendur bera sjálfir ábyrgð á botnlausu rugli sínu og fávísi.