Við vitum, að margt gerðist glæpsamlegt í gamla Kaupþingi og gamla Glitni. Ekkert kemst þó í hálfkvisti við Landsbankann. Hann einn tefldi sína skák á kostnað skattgreiðenda. Seldi IceSave reikninga erlendis með tilvísun til ábyrgðar á Íslandi. Bezta verk ríkisstjórnarinnar er að undirbúa málsókn gegn ábyrgðarmönnum IceSave til að endurheimta féð. Vonandi snýr málsóknin að eigendum bankans, einkum Björgólfi Thor Björgólfssyni og Björgólfi Guðmundssyni. Svo og að bankaráðinu, einkum Kjartani Gunnarssyni. Loks að bankamönnunum, einkum Sigurjóni Þ. Árnasyni og Halldóri J. Kristjánssyni.