Að boxa við guð

Punktar

Heimskasti og hrokafyllsti bókartitill vertíðarinnar er: “Að kasta flugu í straumvatn er eins og að tala við guð”. Ekki er gerlegt að sjá neitt guðlegt við að veiða fisk. Ekki er ekki hægt að rjúfa tengingu milli þess að kasta flugu og veiða fisk. Aldrei mundi Sigmari B. Haukssyni detta í hug að rita bókina: “Að spenna rjúpnabyssu er eins og að tala við guð”. Til að semja slíkan titil þarf ótrúlega sjálfhverfan hroka. Hann finnst aðeins hjá þeim, sem hafa lengi stundað sjónhverfingar og blindazt af fágætri getu í þeim. Betri titill er: “Að kasta flugu í straumvatn er eins og að boxa við guð”.