Hrun Dags B. Eggertssonar er nýjasta dæmið um, að kratar misstu söguþráðinn við innreið Tony Blair í pólitíkina. Sú hugsun var galin að fara yfir til hægri til að ná óákveðna fylginu. Til lengdar leiddi það til vonlausrar stöðu krata. Nú er verið að snúa dæminu við með Sanders í Bandaríkjunum og Corbyn í Bretlandi. Dagur er síðasti Blair-istinn. Tapaði þræðinum í miðjum sniðgönguklíðum. Með samræmdum ofsa valtaði hamslausa hægrið yfir hann. Ég sá í sjónvarpinu Dag tapa fótfestu, fá ótta í augun og hrapa. „Hefnist þeim er svíkur sína huldumey“ orti Guðmundur Böðvarsson. Pólitíkin snýst um söguþráð, ekki um „samráð“ við rándýr.