Þjóðverjar haga fjármálum sínum svo vel, að menn borga þeim fé fyrir að fá að lána þeim. Skuldatryggingaálagið er neikvætt, sem er einsdæmi í hinum vestræna heimi. Aðrir hafa lifað á að safna skuldum, þar á meðal Íslendingar fram til ársins 2008, er Davíðsbólan mikla sprakk. Þjóðverjar standa traust og fyrirgefa Íslendingum að hafa brennt þýzku fé í sukki. Munu ekki haggast, þótt fleiri rúlli en Grikkir. Aðeins vegna öryggis Þýzkalands hefur evran lítt fallið í verði í stórsjóum fjármálanna. Aðeins eitt ríki fagnar minna atvinnuleysi en ríki Angelu Merkel, það er ríki Jóhönnu Sigurðardóttur.