Stjórnarmyndun ætti ekki að snúast um, hver getur otað sínum tota harkalegar en hinir. Hún á að snúast um, að flokkar, sem eiga ýmislegt sameiginlegt, ákveði að gera málamiðlanir. Þannig er núna unnið í tilraun Katrínar Jakobsdóttur. Það eru samráðastjórnmál í stað átakastjórnmála. Eftir helgina verður komið í ljós, hvort þetta gengur upp. Séu einhverjir ekki í alvöru að semja, heldur að fara gegnum eins konar forleik, gengur þetta ekki upp. Það kemur þá í ljós, hverjir hugsa á þann veg. Utan frá að sjá eru sjónarmið þessara fimm flokka ekki svo ólík, að þeir geti ekki með góðum vilja náð samkomulagi. Málið er að hugsa í lausnum.