Að kunna að hætta

Punktar

Kládíus, Kalígúla og Neró byrjuðu vel sem rómverskir keisarar, en misstu smám saman jarðsamband. Umkringdir viðhlæjendum fóru þeir að haga sér undarlega og síðan að halda sig guðdómlega og urðu að lokum afleitir keisarar. Slík eru örlög margra valdamanna með óheflað sjálfsálit. … Lýðræðiskerfið reynir að komast hjá þessum vanda með því að skipta út valdhöfum í tæka tíð, áður en þeir telja sig goðumlíka og ómissandi. Stundum hefur þetta ekki tekizt. Þannig enduðu Helmut Kohl Þýzkalandskanzlari og Francois Mitterand Frakklandsforseti feril sinn með skít og skömm. … Landsfeður þurfa að átta sig á, hvenær er kominn tími til að hætta, þótt kjósendur hafi ekki vit fyrir þeim. …