“Að svo stöddu”

Punktar

Fyrir rúmu ári tók settur ríkissaksóknari sér þriggja vikna umhugsunartíma um Seðlabankann og Fjármálaeftirlitið. Björn L. Bergsson komst þá að þeirri niðurstöðu, að ályktanir sannleiksnefndar gæfu “að svo stöddu” ekki tilefni til rannsóknar á forstjórunum. Engin rökstuðningur fylgdi þessum gerningi. Þannig sluppu Davíð Oddsson og Jónas Friðrik Jónsson fyrir horn. Síðan hefur efnahagssamvinnustofnunin OECD beinlínis fjallað um hrikalegar ákvarðanir Davíðs í Seðlabankanum í aðdraganda hrunsins. Hlutlausir aðilar erlendis fjalla á þann hátt um Davíð, að ekki stenzt lengur að láta kyrrt liggja.