Aðalvík

Frá Látrum í Aðavík suður um Aðalvík og Miðvík til Húsatúns í Þverdal.

Sillan í Posavogi hefur verið breikkuð og er ekki lengur eins hættuleg göngufólki.

Á Vestfjarðavefnum er leiðinni um Posavog lýst þannig: “Möguleiki er að komast um voginn á fjöru og klífa 3-4 metra háan klett niður í voginum sem umkringdur er hálu stórgrýti. Önnur leið er að fara Tök. Þá er klifið 3-4 metra upp götuna í klettabeltinu um 40-50 metra áður en komið er að Posavogi. Þar liggur vaður niður í götuna sem hægt er að styðja sig við upp fyrir klettana og er þá auðvelt að ná fótfestu. Þá er komið upp á grasflöt í hlíðinni, svokallað Land, og þaðan er auðgengið niður á sléttar grundir Þverdals.”

Förum frá Látrum suður með harðri og gullinni fjörunni, yfir Stakkadalsós, út fyrir Mannfjall til Miðvíkur, yfir Miðvíkurós og að Miðvíkurfjalli. Frá Miðvíkurósi er hægt að fara með hesta um Þverdalsdrög til Aðalvíkur. En við förum um grýtta fjöru vestur fyrir Hvarfnúp til Húsatúns í Þverdal. Fyrst er núpurinn farinn um aurskriður og síðan eftir sillu inn fyrir Posavog. Loks er komið að Húsatúni í Aðalvík. Þaðan er stutt leið til Sæbóls.

6,8 km
Vestfirðir

Ekki fyrir hesta
Erfitt fyrir göngufólk

Skálar:
Látrar: N66 23.555 W23 02.200.
Sæból: N66 20.596 W23 06.155.

Nálægar leiðir: Rekavík, Kjölur, Mannfjall, Hesteyrarskarð, Þverdalsdrög, Sléttuheiði, Skarðadalur.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort