Allir þingflokkar nema Píratar hafa verið í ríkisstjórn minnst eitt kjörtímabil af þremur síðustu. Enginn þeirra hefur reynt að lögfesta stjórnarskrá fólksins. Enginn þeirra hefur reynt að koma á raunverði kvótaleigu með því að setja hana á uppboð. Enginn hefur reynt að opna skjöl og fundi stjórnsýslu og stjórnmála til að fólk sjái vinnubrögðin. Enginn hefur reynt að efna loforðin um stórfellda eflingu spítala og heilsugæzlu. Enginn hefur reynt að koma böndum á ferðaþjónustu með eðlilegum vaski. Einn flokkur hefur verið í andstöðu allan þennan tíma aðgerðaleysis. Píratar eru eini flokkurinn, sem mun verða við óskum þjóðarinnar.