Aðeins eitt ágreiningsefni

Punktar

Ég er að vissu leyti sammála Ögmundi Jónasyni og Lilju Mósesdóttur. Tel ríkisstjórnina að flestu leyti ömurlega. Í einu greinir okkur þó á. Ég tel ríkisstjórnina hafa einn kost, kannski bara einn kost. Hún hindrar, að orsakavaldur hrunsins, Sjálfstæðisflokkurinn, sé við völd. Meðan stjórnin hangir, kemst Flokkurinn ekki aftur til valda. Þegar hún fellur, hleypur siðlaus Samfylkingin í faðm Flokksins, fannst hann áður notalegur. Ögmundur og Lilja láta sig hins vegar litlu skipta, hvort ríkisstjórnin lafir eða ekki. Samvizkan segir þeim að gera ítrekaðar atlögur að ríkisstjórninni.