Íbúðalánasjóður hyggst ekki selja almenningi þær 504 íbúðir, sem verða til sölu um áramótin. Hann setur íbúðirnar í stóra pakka, ekki ætlaða almenningi, heldur íbúðabröskurum og einkum leiguhákörlum. Dæmin sýna, að hákarlar sprengja upp verð á slíkum íbúðum um þriðjung eða meira. Aðferð sjóðsins stafar af, að forstjórinn er þungt haldinn af öfgum brauðmolatrúar Sjálfstæðisflokksins. Hún snýst um, að hossa ríkum á kostnað fátækra. Íbúðirnar voru áður í eigu fólks, sem réði ekki við okur sjóðsins. Nú falla þær í hendur enn verri okrara, sem hafa með kennitöluskiptum og annarri aðstoð glæpabanka komizt yfir peninga.