Flestir frambjóðendur Sósíalista eru fátækir eins og umbjóðendur þeirra. Gæti vel hugsað mér að kjósa þá í bæjarstjórnir og alþingi, ef ekki væri fyrir forskrifaða stefnu frá Karli heitnum Marx. Ég óttast forskriftir, einnig þær sem eru frá Friedrich Hayek eða Milton Friedmann. Veit þó, að versti vandi Íslendinga felst í ört vaxandi ójafnaði ríkra og fátækra. Af þeim sökum hef ég frá upphafi kosið Pírata. Þeir fara ekki eftir aldargömlum forskriftum, heldur skoða kosti og galla þess, sem hægt er að framkvæma. Ég held það leiði til sömu niðurstöðu um, að jafna þurfi lífskjörin. En gott er fyrir mig að hafa tvo flokka til að velja um.