Aðflutt sjálfsmynd

Punktar

Krafa um að stýra fjölmiðlum hófst hjá skemmtikröftum og hafa lengi einnig tíðkast hjá sjónvarpsfólki. Bezt hefur þetta gengið í sjónvarpi, sem býður aðgang að bragðdaufum spjallþáttum kranablaðamennskunnar. Allt er þetta fólk, sem sækir sjálfsmynd sína ekki í eigin barm, heldur í speglun sína í hugum annarra. Þess vegna skiptir miklu máli fyrir það að hafa áhrif á opinbera umfjöllum um sig. Þegar DV neitar að taka þátt í þessari tegund persónuleikasköpunar, kveina skemmtikraftar, fegurðardísir og sjónvarpsfólk.