Aðför Davíðs að Dorrit

Punktar

Aðför Davíð Oddssonar að Dorrit Moussiaeff forsetafrú og hjónabandi forseta sýnir hugarfar hans. Gekk sjálfur í að reyna að hindra hjónabandið. Taldi sýslumann hafa verið of lipran við forsetahjónin. Ekki væri ljóst, hvort fyrra hjónabandi Dorrit hefði formlega verið slitið. Þetta var árið 2003. Í bréfi til forsetans krafðist hann, að bætt yrði úr ágöllum við hjónabandið. Engin dæmi eru um, að forsætisráðherra hafi slík afskipti af persónumálum fólks. Davíð situr um að misnota embætti sín til að koma höggi á fólk. Og sést ekki fyrir. Þetta er sami Davíð og nú skandalíserar í Seðlabankanum.