Aðgerðir gegn offitu

Punktar

Í Kaliforníu hefur verið samþykkt að takmarka sölu gosdrykkja í skólum. Þar er í undirbúningi frumvarp um sykurskatt á gosdrykki. Í Bretlandi hefur komið fram tillaga um strangt eftirlit með auglýsingum gosdrykkja nálægt skólum og fyrir miðnætti í sjónvarpi. Í New York eru hafin málaferli gegn McDonalds, Burger King og Kentucky Fried fyrir sölu fitandi fæðu til barna og unglinga. Allt þetta eru beinar afleiðingar þess, að sjúkrakostnaður vegna offitu er orðinn 70 milljarðar dollara á ári í Bandaríkjunum eða 7% alls sjúkrakostnaðar. >Richard Adams skrifar um þetta í Guardian í dag og telur, að sama ferli sé að hefjast í fitu- og sykuriðnaði og hófst í tóbaksiðnaði á sínum tíma. Eftir áratug verður fólk að fara í felur til að fá sér kók og hamborgara með frönskum og ís á eftir.