Aðild á langt í land

Punktar

Smám saman síast kostir aðildar að Evrópu inn í þjóðarsálina. Sæmilega gekk á síðasta ári og eru hlutföllin komin í 32% með og 50% á móti. Langt er enn í land og tilgangslítið að vænta of mikils. Kannski verður aðildin stórmál í kosningum eftir þrjú ár, líklega ekki. Ég hef litla trú á, að áróður fyrir Evrópu dragi vagn Samfylkingarinnar í þeirri orustu. Allt hefur sinn tíma. Þjóðin er afar treg og kann helzt við sig í myrkri þjóðrembu og einangrunar. Ríkisstjórnin mun ekki efna kosningaloforðið um þjóðaratkvæði, ekki frekar en nokkur önnur loforð. Evrópusinnar verða að þreyja þorrann enn um sinn.