Björgólfa-félagið Samson er eitt versta dæmið um fjárglæfra á Íslandi. Samt eru endurskoðendur þess enn í fullum rekstri. KPMG skrifaði upp á ruglið og enginn þar hefur samt verið settur inn. Fyrrverandi forstjóri Samsonar er kominn í stjórn Verne Holdings, sem vill reisa gagnaver suður með sjó. Brýnt er, að iðnaðarráðuneytið veiti þessu gagnaveri enga fyrirgreiðslu. Nema þá að Björgólfur Thor Björgólfsson eða fyrirtæki á hans vegum séu víðs fjarri. Ennfremur þarf ríkið að athuga, hvort það getur stuðzt við ráðgjöf KPMG. Það gengur ekki, að endurskoðandi í fjárglæfrum taki þátt í endurreisn fjármála.