Aðildarviðræður í þykjustunni

Punktar

Gaman er að skoða viðbrögð erlendra pólitíkusa og fjölmiðla. Þeir fagna ósk Alþingis um aðildarviðræður við Evrópusambandið. Ég til litla ástæðu fyrir þá að fagna. Samþykkt málsins var meiri ímynd en innihald. Erlendu aðilarnir eru komnir upp á Samfylkinguna með villandi upplýsingar. Að ástæðulausu gaf Evrópusambandið út fagnaðarboðskap José Manuel Barroso. Norðmenn telja sig jafnvel þurfa að athuga inngöngu. En það þurfa þeir alls ekki. Einkenni Evrópusinna hér heima og erlendis er hæfni til að láta ímyndanir verða sér að gleðigjafa. Frá sjónarhóli vinstri grænna er þetta allt í þykjustunni.