Aðkoman að miðbænum er stærsta skipulagsverkefni borgarinnar. Miklabraut og Kringlumýrarbraut þurfa að hafa mislæg gatnamót án umferðarljósa. Rjúfa ber tengingu Miklubrautar og Lönguhlíðar, líklega með því að hafa Miklubraut í stokki. Milli Snorrabrautar og Njarðargötu þurfa að liggja reinar að og frá Hringbraut. Annars vegar að bílastæðum og bílastæðahúsum við nýja flug- og umferðarmiðstöð í nágrenni núverandi umferðarmiðstöðvar. Hins vegar í göng undir Skólavörðuholt í bílastæði neðanjarðar og bílastæðahús við Kvosina. Verðlaunaskipulag Vatnsmýrar tekur ekki á aðkomuvanda miðbæjar og mýrar.