Aðkomulaus mýri og miðbær

Punktar

Aðkoman að miðbænum er stærsta skipulagsverkefni borgarinnar. Miklabraut og Kringlumýrarbraut þurfa að hafa mislæg gatnamót án umferðarljósa. Rjúfa ber tengingu Miklubrautar og Lönguhlíðar, líklega með því að hafa Miklubraut í stokki. Milli Snorrabrautar og Njarðargötu þurfa að liggja reinar að og frá Hringbraut. Annars vegar að bílastæðum og bílastæðahúsum við nýja flug- og umferðarmiðstöð í nágrenni núverandi umferðarmiðstöðvar. Hins vegar í göng undir Skólavörðuholt í bílastæði neðanjarðar og bílastæðahús við Kvosina. Verðlaunaskipulag Vatnsmýrar tekur ekki á aðkomuvanda miðbæjar og mýrar.