Aðspurður sagði ég blaðamanni Vísis.is í dag, að ég myndi ekki, hvort ég hefði ritskoðað tiltekna frétt. Ég ritskoðaði svo margt í gamla daga. Samt var aldrei nóg að gert. Um það mætti skrifa heila bók. Mér skildist, að fréttin snerist um, að allt annar fjölmiðill lægi á upplýsingum án þess að birta! Ég kom auðvitað af fjöllum. Gleymdi að vísa blaðamanninum á ritstjóra fjölmiðilsins, sem sagður var liggja á upplýsingum. Gleymdi líka að vísa á Moggaritstjórann, sem er sérfræðingur í geymdum fréttum í skúffum. Kannski vinnur blaðamaður Vísis.is samt vinnuna sína án þess að segja upp starfi.