Áður en þau fá krónu

Punktar

Læknar náðu tugum prósenta í kauphækkun og landlæknir sagði ekkert. Forstjórar náðu sér í hundrað prósent kauphækkun og ríkisstjórnin sagði ekkert. Bankar misþyrmdu almenningi upp á hundrað milljarða og seðlabankinn sagði ekkert. Már Guðmundsson hamaðist við að klófesta 300.000 króna kauphækkun á mánuði. Kærði sjálfan bankann sinn, en ríkisstjórnin rak hann ekki. Svo þegar hjúkkur og ríkiskontóristar vilja smotterí, rekur öll hjörðin upp ramakvein: Landlæknir, forstjórar, ríkisstjórn, banksterar og einkum þó seðlabankastjóri. Hann hækkar stýrivexti og kennir hjúkkum og kontóristum um verðbólgu, áður en þau fá krónu.