Áður ófundinn da Vinci?

Punktar

Þegar ríkið borgar 75 milljónir fyrir altjón á búslóð í gámi, er eðlilegt að sperra eyru. Hvernig kemst búslóð upp í slíka upphæð? Er þarna áður ófundið málverk eftir Leonardo da Vinci? Hverjum dettur í hug að flytja gersemar milli landa eins og hvern annan þorsk? Mér kemur ekki við, að sendiráðsmaður eigi gersemar upp á ævilaun verkamanns. En mér kemur við, að stjórnarráðið valsi með fjársjóði milli heimsálfa. Reglur verða vera um hámarksverð slíkra flutninga. Svo er það í fullu samræmi við leyndarstefnu ríkisstjórnarinnar, að við fáum ekki að vita, hvernig búslóðin reiknaðist upp í 75 milljónir.