Aðvörunarmiði á Pétri

Punktar

Í hvert sinn, sem ég sé Pétur Blöndal alþingismann í sjónvarpi, hugsa ég um “fé án hirðis”. Pétur var hugmyndafræðingur að breytingu sparisjóða úr eins konar samvinnufélögum í hlutafélög. Hélt fram, að fyrirtæki án hluthafa væri fé án hirðis. Hluthafa þyrfti til að sparisjóðir fengju sína fjárhirða, sem pössuðu upp á peningana. Þetta reyndist bara rugl. Fjármagnseigendur hér á landi eru af því tagi, sem skefur banka að innan og hleypur með peningana til aflandseyja. Sparisjóðirnir urðu gjaldþrota hver um annan þveran. Þegar Pétur birtist í sjónvarpi, þarf að sjást aðvörunarmiði eins og á sígarettum.