Æðibuna í umræðu

Punktar

“Tökum ekki mark á Moody’s” segir Jón Valur Jensson bloggari. Telur vandann felast í að trúa eða trúa ekki lánshæfismati vafasamra fyrirtækja. Matið er samt ekki ætlað skuldurum til leiðsagnar. Markaður fyrir mat á lánshæfi er hjá lánveitendum, eigendum fjármagns. Þeir nota tölurnar til að ákveða álag á vexti, sem þeir bjóða. Ef við lendum í ruslflokki, vilja þeir alls ekki lána. Margir telja okkur skorta fé til að reisa orkuver og gefa framkvæmdum innspýtingu. Þá gagnast okkur ekki að hafna Moody’s, ef aðrir taka mark á tölum þess. Orð Jóns Vals eru gott dæmi um æðibununa í umræðunni á Íslandi.