Æðibunufólk með byssur

Punktar

Lögreglan klúðraði handtöku byssumannsins í Hraunbæ. Átti að halda ró sinni, þegar búið var að koma íbúum hússins undan. Réðst of snemma til atlögu og skýldi sér bakvið óbrynjaðan lásasmið. Eftir aftökuna hreinsaði hún eftir sig, áður en hlutlausir aðilar kæmu til skoðunar. Þetta er ekki í lagi, ekki frekar en rustalega handtakan, sem lögga var dæmd fyrir í vikunni. Lögreglur virðast ósáttar við dóminn. Það segir mér líka, að stöðumat sé í megnu ólagi hjá lögreglufólki. Við slíkar aðstæður er óhugsandi að færa því fleiri vopn í hendur, svo sem rafbyssur. Æðibunufólk á ekki að bera neins konar vopn.