Atvinnulífið kallar á langskólamenntun og lætur verk fylgja orðum. Fólk og fyrirtæki eru farin að gefa stórfé til að bæta menntun. Auðvitað framhjá menntaráðuneytinu, sem liggur eins og mara á æðri menntun. Sem reynir að passa, að allt sé eins og það hefur alltaf verið. Breytist eins hægt og unnt er. Róbert Wessman, forstjóri Actavis, gaf milljarð í Þróunarsjóð Háskólans í Reykjavík. Það er vonandi upphaf að ferli, sem við höfum séð um áratugi í Bandaríkjunum. Einkaframtakið kemur til skjalanna, þar sem ríkið bregzt skyldum sínum. Við það opnast þróun æðri menntunar upp á gátt.